Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrstu veðurhorfur fyrir Ljósanótt: Norðanátt og kólnar
Mánudagur 30. ágúst 2004 kl. 09:10

Fyrstu veðurhorfur fyrir Ljósanótt: Norðanátt og kólnar

Í morgun kl. 06 var austlæg eða breytileg átt, víðast 3-8 m/s. Yfirleitt bjartviðri, en nokkuð skýjað við austurströndina. Hiti 0 til 11 stig, hlýjast á Akranesi og á Kjalarnesi.
Yfirlit: Yfir A-verðu landinu er dálítill hæðarhryggur sem þokast A, en við SA-strönd Grænlands er 994 mb lægð sem hreyfist lítið. Langt SV í hafi er önnur lægð í myndun sem mun stefna hratt N.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Vaxandi suðaustlæg átt og þykknar upp, víða 10-18 m/s og rigning eða súld eftir hádegi, en hægari og nokkuð bjart veður norðaustanlands. Þykknar upp norðaustantil með kvöldinu. Suðaustan 10-15 víða um land á morgun og áfram vætusamt sunnan- og vestanlands, en skýjað og úrkomulítið nyrðra. Hlýnandi veður, hiti víða 10 til 15 stig í dag, en allt að 20 stigum norðanlands á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, víða 13-18 m/s og rigning eða súld eftir hádegi. Dregur úr vindi um tíma í kvöld, en suðaustan 15-20 víða í nótt. Hiti 10 til 16 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á miðvikudag: Suðaustan 8-13 m/s og skúrir á vestanverðu landinu, en dálítil rigning austanlands. Hiti 10 til 15 stig. Á fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og víða rigning. Fremur milt veður. Á laugardag og sunnudag: Snýst líklega í norðanátt og kólnar, en áfram vætusamt um land allt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024