Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrstu skrefin stigin í hugsanlegri sameiningu Garðs og Sandgerðis
Mánudagur 6. júní 2016 kl. 10:55

Fyrstu skrefin stigin í hugsanlegri sameiningu Garðs og Sandgerðis

Bæjarstjórn Garðs telur rétt að farin verði sú leið að skipaður verði starfshópur sem fái það hlutverk að vinna könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Sú vinna sé grundvöllur að samráði við íbúa sveitarfélagsins um málið.

Vegna hugsanlegrar könnunar á kostum og göllum sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar liggur fyrir samantekt á ýmsum upplýsingum um sameiningu sveitarfélaga, þ.á.m. ákvæði Sveitarstjórnarlaga er varðar sameiningu sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Garðs samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að málið verði áfram til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Sandgerðis tók einnig til afgreiðslu umræðuskjal um sameiningu sveitarfélaga á fundi sínum fyrir helgi.

„Fyrir fundinum liggur umræðuskjal vegna hugsanlegra viðræðna um kosti og galla sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Bæjarstjóri fylgdi málinu eftir,“ segir í gögnum bæjarins. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls undir umræðunni og var samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024