Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á flugi yfir eldgosinu norðan Grindavíkur með vísindamenn og fulltrúa almannavarna til að meta umfang eldgossins og staðsetja gosið. Meðfylgjandi myndir voru teknar úr þyrlunni nú áðan og sendar fjölmiðlum.