FYRSTU ÍBÚARNIR FLUTTIR Í ROCKVILLE
Á síðustu misserum hafa töluverðar framkvæmdir verið í Rockville sem var fyrr á árum ratsjárstöð og síðar alræmt draugabæli. Í dag eru engir draugar þar á ferð heldur duglegt fólk sem leggur nótt við nýtan dag að laga mannvirkin sem þar eru. Allt er þetta gert í Drottins nafni. Ómar Guðjónsson, stundum nefndur lávarðurinn af Rockville, því hann kom þangað fyrstur manna, hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum á svæðinu.,,Ég var að negla fyrir alla glugga og laga húsin sem hér eru. Nú erum við sex sem búum hér og það er nóg að gera fyrir okkur og mikið meira en það. Við höfum gaman af þessu því við viljum hjálpa öðrum sem voru á sama stað og við öll, í myrkrinu”, sagði Ómar.,,Nú erum við með leigusamning til tveggja ára og helmingur hans þegar liðinn. Við erum búin að leggja 11-13 milljónir í verkefnið og eigum eftir að borga allavega 10 milljónir til viðbótar”, segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins.Heimsókn í Rockville er hluti af ótrúlega fjölbreyttu efni í 3. tölublaði TVF, tímariti Víkurfrétta sem kemur á sölustaði í fyrramálið. Sjá einnig meiri umfjöllun um Rockville í VF í dag.Á vormánuðum var þó nokkur umræða um endurreisn Rockville-svæðisins og talað var um að hið kristilega líknarfélag Byrgið, fengi húsin sem þar eru, til afnota. Hjálmar Árnason var í forsvari fyrir þessari framkvæmd á sínum tíma.„Góður maður, héðan úr Keflavík, bauð mér eitt sinn að koma að skoða starfsemi Byrgisins austur á Hlíðardalsskóla. Ég hreifst af því sem ég sá og löngu seinna, þegar ég var að keyra framhjá Rockville, sló þessri hugmynd niður að nýta húsin sem þar eru. Byrgið var þá í dýru leiguhúsnæði. Utanríkisráðherra og aðmíráll Varnaliðsins tóku strax vel í hugmyndina og gengið var frá samningi milli Varnaliðsins og Byrgisins. Þegar farið var að skoða byggingarnar kom í ljós að skemmdarvargar höfðu verið duglegir við að brjóta rúður og fleira. Að öðru leyti var ástandið ágætt. Húsin hefðu ekki þolað annan vetur ókynt, en stefnt er því að hiti og rafmagn verði mjög fljótlega kominn á.”Er Byrgið búið að kaupa Rockville?,,Nei, það er enn í eigu Varnaliðsins en verið er að gera úttekt og undirbúa að Varnaliðið skili Rockville.”Hverjir koma að fjármögnun þessa verkefnis?,,Allir sem leitað hefur verið til hafa tekið umleitaninni mjög vel. Ríkissjóður hefur lagt til fjármagn og vistmenn greiða daggjöld sem fara uppí kostnaðinn. Einnig hafa einstaklingar og fyrirtæki gefið vörur, vinnu o.fl.”Er einhver starfsemi þarna núna?,,Nokkrir einstaklingar hafa haldið til þar í sumar og unnið að endurbótum á húsnæðinu með það fyrir augum að Byrgið geti flutt í haust. Ýmis fyrirtæki hafa haft samband með það í huga að vera þar með atvinnustarfsemi. Ein hugmynd er að reka einangrunarstöð fyrir gæludýr. Það mál er í undirbúningi en til að svo verði þarf að breyta landslögum.” Nú hafa sumir e.t.v ákveðna fordóma gegn slíkri starfsemi?,,Ég vil leggja áherslu á að Byrgið hefur verið í Hlíðardalsskóla, rétt hjá Þorlákshöfn, og í húsnæði í miðbæ Hafnarfjarðar og þar hafa engin vandamál komið upp varðandi umhverfið. Á öllum þeim tíma sem Byrgið hefur verið starfandi hefur aldrei þurft að kalla á lögreglu vegna vistmanna.”Hvaða þýðingu hefur starfsemi sem þessi fyrir samfélagið?,,Í Byrginu fer fram frábært starf og þar hefur fjölmörgum verið hjálpað úr dapurri neyð til hamingjuríks lífs. Fyrir nokkru hitti ég einn skjólstæðing Byrgisins og það sem hann sagði verður mér ætíð minnisstætt. Þessi maður var búin að fara 50 sinnum í meðferð á Vog og var í mikilli neyð. Hann var búin að missa öll tengsl við börnin sín og hafði aldrei séð barnabarnið sitt. Hann sagði: ,,Það er svo gaman að lifa, ég hlakka svo til að vakna á morgnana að ég á erfitt með að sofna á kvöldin.”Grunnur lagður að nýju lífi í RockvilleGuðmundur Jónsson er forstöðumaður Byrgisins. Hann sagði að enginn færi uppí Rockville fyrr en eftir afeitrun og 2 mánaða fyrsta stigs meðferðarprógramm undir stjórn Ólafs Ólafssonar fyrrverandi landlæknis. Ólafur mun svo koma ákveðna daga í viku uppí Rockville og sinna fólki. Hvenær á að opna? ,,Það stóð til að opna 2.september en við erum enn að ganga frá rafmagninu svo við reynum að opna í lok mánaðarins.” Verður Byrgið í Rockville til frambúðar?,,Nú erum við með leigusamning til tveggja ára og helmingur hans þegar liðinn. Við erum búin að leggja 11-13 milljónir í verkefnið og eigum eftir að borga allavega 10 milljónir til viðbótar þannig að ég geri ráð fyrir að við verðum þar áfram.”Vantar ykkur einhverja sérstaka hluti?,,Okkur sárvantar borð og stóla í matsalinn, einnig vantar okkur margvísleg heimilistæki og húsgögn eins og ísskápa, þvottavélar o.fl. Ef fólk hefur vill færa okkur slíka hluti þá er allt vel þegið og það getur annað hvort komið uppí Rockville eða hringt þangað í síma 697-5066 eða á skrifstofu Byrgisins í síma 565-3777.”