Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Fimmtudagur 27. maí 1999 kl. 23:18

FYRSTU HERGÖGNIN VEGNA NORÐUR-VÍKINGS 1999

Fyrstu hergögnin vegna Norður-Víkings 1999 Flutningaskipið Panayoita flutti til landsins sl. föstudag fjórar Chinook herþyrlur vegna heræfingarinnar Norður-Víkingur 1999 sem fram fer í júní. Þyrlurnar voru hífðar upp úr lest Panayoita, í að því er helst virtist lofttæmdum umbúðum, og síðan dregnar á eigin hjólabúnaði í gegnum Njarðvíkurnar og upp á varnarsvæðið. Chinook þyrlur eru engin smásmíði og hafa mikilvægu flutningshlutverki að gegna í herbrölti. Hver þyrla vegur um 10 tonn fullhlaðin eldsneyti og getur að auki borið 12 tonna farm. Verðmæti hverrar þyrlu er um einn milljarður króna.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25