Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 27. maí 1999 kl. 23:18

FYRSTU HERGÖGNIN VEGNA NORÐUR-VÍKINGS 1999

Fyrstu hergögnin vegna Norður-Víkings 1999 Flutningaskipið Panayoita flutti til landsins sl. föstudag fjórar Chinook herþyrlur vegna heræfingarinnar Norður-Víkingur 1999 sem fram fer í júní. Þyrlurnar voru hífðar upp úr lest Panayoita, í að því er helst virtist lofttæmdum umbúðum, og síðan dregnar á eigin hjólabúnaði í gegnum Njarðvíkurnar og upp á varnarsvæðið. Chinook þyrlur eru engin smásmíði og hafa mikilvægu flutningshlutverki að gegna í herbrölti. Hver þyrla vegur um 10 tonn fullhlaðin eldsneyti og getur að auki borið 12 tonna farm. Verðmæti hverrar þyrlu er um einn milljarður króna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024