Fyrsti slökkvibíllinn á byggðasafnið
Brunavarnir Suðurnesja afhentu í gær Byggðasafni Reykjanesbæjar til varðveislu elsta og fyrsta slökkviliðsbíl BS sem er dælubíll af gerðinni Ford, árgerð 1947.
Slökkviliðsbifreiðinni var ekið frá slökkviliðsstöðinni til Duushúsa þar sem verið er að setja upp 25 ára afmælissýningu Byggðasafnsins sem opnuð verður þann 11. júní nk. á afmæli Reykjanesbæjar.
Slökkvibifreið þessi er fyrsta nýja slökkvibifreiðin sem Slökkvilið Keflavíkur eignaðist og var keypt af Keflavikurhreppi. Bifreiðin var notuð til slökkviliðsstarfa frá árinu 1948 í um 40 ár. Fyrstu slökkviliðsbifreiðarnar gjörbreyttu aðstöðu til slökkvistarfa á Suðurnesjum. Þær voru dælubifreiðar og fluttu með sér eitt tonn af vatni.
Bifreiðin er í ágætis ástandi og fékk skoðun í ár. Hún verður mikilsverður minnisvarði um sögu slökkviliðs á svæðinu, því mikil samvinna hefur verið milli slökkviliða á Suðurnesjum. Reglugerð um slökkvilið í Keflavíkurhreppi var fyrst sett þann 15. apríl 1913, í kjölfar stórbruna er hús Stefáns Bergmanns, ljósmyndara, brann. Smám saman efldist slökkviliðið og var það mikill áfangi þegar tveir slökkvibílar voru keyptir til þess á árunum 1948 - 49.
Árið 1967 fluttist Slökkvilið Keflavíkur í húsnæði sitt að Hringbraut 125. Árið 1974 var Slökkvilið Keflavíkur lagt niður og Brunavarnir Suðurnesja stofnaðar þá með þátttöku fleiri sveitarfélaga. Í dag standa þrjú sveitarfélög að rekstri BS, Reykjanesbær, Garður og Vatnsleysustrandahreppur.
Mynd og texti af reykjanesbaer.is
Slökkviliðsbifreiðinni var ekið frá slökkviliðsstöðinni til Duushúsa þar sem verið er að setja upp 25 ára afmælissýningu Byggðasafnsins sem opnuð verður þann 11. júní nk. á afmæli Reykjanesbæjar.
Slökkvibifreið þessi er fyrsta nýja slökkvibifreiðin sem Slökkvilið Keflavíkur eignaðist og var keypt af Keflavikurhreppi. Bifreiðin var notuð til slökkviliðsstarfa frá árinu 1948 í um 40 ár. Fyrstu slökkviliðsbifreiðarnar gjörbreyttu aðstöðu til slökkvistarfa á Suðurnesjum. Þær voru dælubifreiðar og fluttu með sér eitt tonn af vatni.
Bifreiðin er í ágætis ástandi og fékk skoðun í ár. Hún verður mikilsverður minnisvarði um sögu slökkviliðs á svæðinu, því mikil samvinna hefur verið milli slökkviliða á Suðurnesjum. Reglugerð um slökkvilið í Keflavíkurhreppi var fyrst sett þann 15. apríl 1913, í kjölfar stórbruna er hús Stefáns Bergmanns, ljósmyndara, brann. Smám saman efldist slökkviliðið og var það mikill áfangi þegar tveir slökkvibílar voru keyptir til þess á árunum 1948 - 49.
Árið 1967 fluttist Slökkvilið Keflavíkur í húsnæði sitt að Hringbraut 125. Árið 1974 var Slökkvilið Keflavíkur lagt niður og Brunavarnir Suðurnesja stofnaðar þá með þátttöku fleiri sveitarfélaga. Í dag standa þrjú sveitarfélög að rekstri BS, Reykjanesbær, Garður og Vatnsleysustrandahreppur.
Mynd og texti af reykjanesbaer.is