Fyrsti skóladagur Keilis í nýju skólahúsi
Í dag er fyrsti skóladagur í flestum skólum á Suðurnesjum. Elstu skólabörnin eru eflaust í Keili á Ásbrú og þangað voru nemendur mættir í morgun á sínum fyrsta skóladegi í nýja skólabyggingu við Grænásbraut 910.
Að sögn starfsfólks er góður andi í nýja húsinu. Þar hafa iðnaðarmenn lagt nótt við dag að gera allt klárt áður en skólastarfið hefst. Nú eru t.a.m. málarar að mála bygginguna að utan og í dag er appelsínugulur litur í penslunum á Ásbrú.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson