Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsti sinubruni ársins á Suðurnesjum
Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 22:38

Fyrsti sinubruni ársins á Suðurnesjum

Fyrsti sinubruni ársins á Suðurnesjum varð að veruleika nú síðdegis þegar fikt með flugelda, að talið er, varð þess valdandi að eldur komst í sinu og mosa í innri Njarðvík. Lögreglan í Keflavík var kölluð á staðinn en þar sem eldurinn í mosanum var illráðanlegur fyrir skóflu lögreglunnar var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja sent á staðinn. Þar voru vaskir sveinar á ferð með sérstakar klöppur til að berja á glóðinni.Slökkvistarf tók skamma stund og lítið svæði varð eldinum að bráð. Þar sem mjög þurrt er í veðri nú á Suðurnesjum óttast menn mjög fleiri sinuelda. Það er hins vegar bannað að bera eld að sinu eftir 1. maí og í raun algjör óþarfi að kveikja í sinunni. Oft skapar þessi eldur mikla hættu í nágrenni við eignir fólks og gróðri og fuglalífi stafar einnig hætta af.

Myndin: Slökkviliðsmenn berja á sinueldinum síðdegis. VF/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024