Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 30. september 2004 kl. 13:17

Fyrsti fundur vetrarins hjá Bjartsýnishópnum á mánudag

Bjartsýnishópurinn, sjálfshjálparhópur foreldra ofvirkra barna, hefur sitt 10. starfsár mánudaginn 4. október n.k.  Hópurinn var stofnaður af foreldrum eftir námskeið sem Þroskahjálp á Suðurnesjum og foreldrafélög grunnskólanna á Suðurnesjum héldur fyrir foreldra og aðstandendur ofvirkra barna haustið 1995.  Markmið hópsins er hagur og velferð ofvirkra barna og fræðsla og styrking til foreldra.

Hópurinn starfar eftir hugmyndafræði sjálshjálparhópa þar sem þátttakendur hjálpa sér og öðrum með því að ræða saman, bera saman aðstæður og reynslu og skiptast á hugmyndum og tillögum.  Þá hefur hópurinn fengið til sín fyrirlesara með ýmiskonar fræðsluerindi.  Umsjónarmaður hópsins er Þórdís Þormóðsdóttir félagsráðgjafi, foreldraráðgjafi hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum.

Fundir Bjartsýnishópsins eru haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar frá október til maí í Ragnarsseli húsnæði Þroskahjálpar á Suðurnesjum að Suðurvöllum 7 í Reykjanesbæ.  Þátttaka foreldra í Bjartsýnishópnum er þeim að kostnaðarlausu og eru allir foreldrar á Suðurnesjum, sem telja sig eiga erindi í hópinn, velkomnir.
Fyrsti fundur vetrarins verður n.k. mánudag 4. október kl. 20.30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024