Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsti dagur Ljósanætur gekk vel
Föstudagur 31. ágúst 2012 kl. 11:08

Fyrsti dagur Ljósanætur gekk vel

Fyrsti dagur Ljósanætur í Reykjanesbæ gekk afar vel fyrir sig í gær. Hann hófst með því að rúmlega tvöþúsund  litríkum blöðrum grunn- og leikskólabarna var lyft til himins. Þær voru tákn um fjölbreytileikann sem býr í mannfólkinu og er samfélaginu svo mikilvægur. Þær voru tákn um bjartar vonir og óskir sem stíga til himnins frá Reykjanesbæ.

Í kjölfarið tóku við opnanir sýninga og viðrburðir eftir lífæð Reykjanesbæjar allt frá Kaffitári og Víkingaheimum í Innri Njarðvík og inn eftir Hafnargötu að Duus húsum og smábátahöfninni í Keflavík. Um 60 sýningar og viðburðir fóru af stað og bærinn iðaði af lífi. M.a. héldu nemendur Fjölbrautaskólans busaball í gærkvöldi í Stapa og þótti takast einstaklega vel.  Unglingarnir voru til fyrirmyndar.

Ljósanótt heldur áfram í dag

Vegna fjölda áskorana stendur nú yfir  kynning á hinu hressilega Suðurnesjaroki, en kynningunni lýkur líklega síðdegis. Af því tilefni er kynntur vinsæll vind- og regnfatnaður í fjölmörgum galleríum um allan bæ, ásamt annarri áhugaverðri hönnun og listsýningum.  Sýningar og viðburðir halda áfram í dag og fram á Sunnudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024