Fyrsta veggjakrotið á Keflavíkurflugvelli
Ætli fyrsta veggjakrotið á Keflavíkurflugvelli sé ekki orðið staðreynd. Veggjakrot er fylgifiskur þess að svæðið hefur nú verið opnað fyrir umferð. Á húsgafli í iðnaðarhverfinu er búið að sprauta málningu á einn húsgafl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Það er vonandi að svæðið fái að vera laust við veggjakrot í framtíðinni, enda lítil prýði af "skreytingum" sem þessum.