Fyrsta stórhríð vetrarins að skella á!
Fyrsta norðan stórhríð vetrarins er að skella á. Henni veldur 963 millibara djúp lægð, sem er nú skammt suðvestur af Snæfellsnesi. Hún stefnir í austur en hreyfist líklega lítið á morgun og verður þá yfir austanverðu landinu.Stórhríð skellur á vestanlands í nótt og stendur fram á morguninn. Á suður-og vesturlandi og á Vestfjörðum er spáð að vindur verði allt að 23 metrar á sekúndu en verst verður veðrið á norðvesturlandi í nótt og fyrramálið.