Fyrsta smíði Dráttarbrautar Keflavíkur rifin
Hafist var handa við að rífa Hilmi ST-1 á Hólmavík á fimmtudag með stórvirkri skurðgröfu samkvæmt ákvörðun sveitarfélagsins. Báturinn er merkilegur í skipasmíðasögu Keflavíkur. Hilmir ST-1 hefur staðið á landi á Hólmavík frá árinu 1996, en þá var hann dreginn á land með það fyrir augum að nýta hann í ferðaþjónustu sem einskonar sýningargrip og varðveita hann til minningar um sögu útgerðar á Hólmavík.
Hilmir var smíðaður 1942 og hafði smíðanúmer 1 úr Dráttarbrautinni í Keflavík. Hann kom til Hólmavíkur 2 árum seinna, á sjómannadaginn á lýðveldisárinu, og á honum var sóttur sjórinn frá Hólmavík í hálfa öld.
Fréttaritari strandir.is fylgdist með niðurrifinu með myndavél í hönd, en báturinn hefur verið vinsælt myndefni ferðamanna þau ár sem hann hefur fengið að vera. Sjá má umfjöllun um málið hér!
Ljósmynd af strandir.is