Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin í Helguvík
Föstudagur 6. júní 2008 kl. 18:59

Fyrsta skóflustungan tekin í Helguvík

Fyrsta skóflustungan að Álveri Norðuráls var tekin í Helguvík í dag.
 
Aðstandendur Norðuráls, móðurfélagsins Century Aluminum, sveitarfélaga, stjórnmvalda, verkalýðshreyfingar og verktaka tóku fyrstu skóflustunguna að kerskála Álvers í Helguvík í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga álversins sem áætlað er að tekinn verði í gagnið árið 2010. Við sama tilefni var skrifað undir samning við Íslenska aðalverktaka um byggingu kerskálans, en þegar eru hafnar undirbúningsframkvæmdir.
 
Hópur mótmælenda var á staðnum og lét í ljósi andstöðu sína á framkvæmdinni. Mótmælin fóru friðsamlega fram að mestu en tveir eða þrír úr þeirra hópi voru settir inn í lögreglubíl á meðan athöfn stóð.


VF-myndir/Inga

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024