Fyrsta skóflustungan tekin að viðbyggingu Gerðaskóla
Fyrsta skólfustunga að nýrri viðbyggingu Gerðaskóla var tekin síðustu helgi . Í viðbyggingunni verða átta kennslustofur og stór samkomusalur sem einnig nýtist sem matsalur.
Með breytingunum fer bókasafnið í nýtt og betra rými, sérstök raungreinastofa verður útbúin og einnig tónmenntastofa og myndmenntastofa. Ný tölvustofa og ný heimilsfræðistofa fylgja einnig breytingunum. Á seinni stigum mun aðstaða fyrir starfsfólk færast og aðstaða fyrir tónlistarskólann sköpuð, að því er segir á vef sveitarfélagsins.
Mynd/garður.is: Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri sem einnig er formaður skólanefndar bæjarins, og nemendurnir Júdit Sophusdóttir og Sigurður Halldórsson, tóku fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við Gerðaskóla. Með þeim á myndinni er Pétur Brynjarsson, skólastjóri.
Efri myndin er módel af skólabygingunni í Garði sem sýnir hvernig skólahúsið tengist íþróttamiðstöðinni í Garði.