Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum tónlistarskóla og bókasafni
Miðvikudagur 5. júní 2013 kl. 16:58

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum tónlistarskóla og bókasafni

Fyrsta skóflustunga að nýjum tónlistarskóla og bókasafni, sem byggt verður við Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut, var tekin í dag. Skólastjórar grunnskólans og tónlistarskólans ásamt forstöðumanni bókasafns og þremur nemendum sáu um að taka skóflustunguna eftir að skólaslitum grunnskólans lauk. Við skólaslitin var skrifað undir samning við verktakann sem er Grindin í Grindavík.

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað að sameina almennings- og skólabókasafn í nýju húsnæði við grunnskólann. Jafnframt verður nýtt húsnæði tónlistarskólans í sömu byggingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmið sameiningarinnar er að hagræða í rekstri og bæta þjónustu bókasafns fyrir skóla og almenning. Bæjarstjórn hefur jafnframt ákveðið að flytja starfsemi Tónlistarskóla Grindavíkur í nýtt húsnæði sem fyrirhugað er að byggja við Grunnskóla Grindavíkur. Þegar þessu verkefni er lokið verður til rými í skólanum sem mun nýtast undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar. Þegar öll þessi starfsemi; grunnskóli, tónlistarskóli, bókasafn og félagsmiðstöð, er komin undir sama þak skapast miklir möguleikar í eflingu á menningartengdri starfsemi fyrir allar kynslóðir samfélagsins og húsnæðið mun verða suðupottur lærdóms, tómstunda og menningar öllum til heilla.

Heildarkostnaður framkvæmda er áætlaður um 350 milljónir króna.

Frétt frá Grindavík.is

 

Framkvæmdir hefjast í næstu viku.