Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 26. apríl 2001 kl. 09:21

Fyrsta skóflustungan að íbúðum fyrir aldraða

Fyrsta skóflustungan að félagslegum leiguíbúðum aldraða við Kirkjuveg var tekin með viðhöfn síðastliðinn fimmtudag.
Fyrir tveimur árum stóð Reykjanesbær fyrir könnun á húsnæðisþörf aldraðra hér í bæ. Í ljós kom að mikil þörf er fyrir íbúðir fyrir þennan hóp og ákveðið að ráða bót á því máli. Í september á síðasta ári var skipaður starfshópur sem átti að gera tillögur til bæjarstjórnar um tilhögun framkvæmdanna og jafnframt kanna möguleika á því hvort félags- og tómstundastarf aldraðra gæti rúmast sama stað. Svo reyndist hinsvegar ekki vera og benti starfshópurinn á aðra byggingarreiti sem gætu hentað undir starfssemina.
VSÓ ráðgjöf sá um undirbúning alútboðs sem var auglýst þann 23. nóvember 2000. Fjórir aðilar sendu tóku þátt í útboðinu og var tilboð Hjalta Guðmundssonar ehf. hagstæðast með tilliti til gæða byggingarinnar. Bygginging rúmar 25 félagslegar leiguíbúðir fyrir aldraða og er áætlað að verkinu ljúki í maí 2000.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024