Fyrsta skóflustunga tekin að Hljómahöllinni
Fyrsta skóflustunga að Hljómahöllinni í Reykjanesbæ var tekin í dag við hátíðlega hátíðlega athöfn í Stapa en höllin mun rísa á lóð Stapans. Það voru þau Ragnheiður Skúladóttir, tónlistarkennari, Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, og Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður, sem tóku fyrstu skóflustungurnar. Í tilefni dagsins fóru fram tónleikar í Stapa þar sem tónlistarnemendur, kórar og popparar bæjarins tróðu upp að viðstöddu fjölmenni.
Í Hljómahöllinni verður margháttuð starfsemi tengd tónlistarfræðslu og menningu. Félagsheimilið Stapi verður gert upp með það að markmiði að Stapinn verði eitt glæsilegasta félagsheimili landsins og um leið ákjósanlegur tónleikasalur fyrir bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist af öllum stíltegundum. Poppminjasafn Íslands fær varanlegt heimili og sýningaraðstöðu í Hljómahöllinni. Þriðji hluti hússins verður svo nýtt húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Húsnæði Tónlistarskólans mun skipa veglegan sess í Hljómahöllinni og er markmiðið að skólahúsið verði eitt það allra glæsilegasta sem þekkist hér á landi meðal tónlistarskóla og m.a. verður um 130 áheyrenda tónleikasalur í skólanum og fullkomið tónvinnsluver.
Hljómahöllin mun einnig þjóna hlutverki ráðstefnuhallar auk þess sem daglegur veitingarekstur mun fara fram í húsinu, en þar verður bæði veitingastaður og kaffihús.
Stefnt er að því að byggingaraðili hússins, Fasteign ehf., afhendi Reykjanesbæ Hljómahöllina til afnota síðla sumars 2009 og verður hún vígð formlega á Ljósanótt það sama ár.
Efri mynd: Það voru þau Ragnheiður Skúladóttir, tónlistarkennari, Böðvar Jónsson, formaður bæjarráð, og Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður, sem tóku fyrstu skóflustungurnar.
Neðri mynd. Fjölmenni var í Stapa á þessum tímamótum. Hér fylgjast gestir með þegar fulltrúar Reykjanesbæjar, Fasteignar og Atafls undirrituðu samningana um byggingu hússins.
VF-myndir: elg
Í Hljómahöllinni verður margháttuð starfsemi tengd tónlistarfræðslu og menningu. Félagsheimilið Stapi verður gert upp með það að markmiði að Stapinn verði eitt glæsilegasta félagsheimili landsins og um leið ákjósanlegur tónleikasalur fyrir bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist af öllum stíltegundum. Poppminjasafn Íslands fær varanlegt heimili og sýningaraðstöðu í Hljómahöllinni. Þriðji hluti hússins verður svo nýtt húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Húsnæði Tónlistarskólans mun skipa veglegan sess í Hljómahöllinni og er markmiðið að skólahúsið verði eitt það allra glæsilegasta sem þekkist hér á landi meðal tónlistarskóla og m.a. verður um 130 áheyrenda tónleikasalur í skólanum og fullkomið tónvinnsluver.
Hljómahöllin mun einnig þjóna hlutverki ráðstefnuhallar auk þess sem daglegur veitingarekstur mun fara fram í húsinu, en þar verður bæði veitingastaður og kaffihús.
Stefnt er að því að byggingaraðili hússins, Fasteign ehf., afhendi Reykjanesbæ Hljómahöllina til afnota síðla sumars 2009 og verður hún vígð formlega á Ljósanótt það sama ár.
Efri mynd: Það voru þau Ragnheiður Skúladóttir, tónlistarkennari, Böðvar Jónsson, formaður bæjarráð, og Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður, sem tóku fyrstu skóflustungurnar.
Neðri mynd. Fjölmenni var í Stapa á þessum tímamótum. Hér fylgjast gestir með þegar fulltrúar Reykjanesbæjar, Fasteignar og Atafls undirrituðu samningana um byggingu hússins.
VF-myndir: elg