Fyrsta skóflustunga að metanólverksmiðjunni á morgun
Fyrsta skóflustungan að metanólverskmiðju í Svartsengi í landi Grindavíkur verður tekin á morgun. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra verða viðstaddir ásamt George Olah Noble, verðlaunahafa í efnafræði.
Hitaveita Suðurnesja hf. og fyrirtækið Carbon Recycling International ehf. hafa undirritað samstarfssamning um að reka verksmiðju sem breytir koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjuninni við Svartsengi í metanól, fljótandi eldsneyti fyrir bíla og önnur faratæki. Þetta verður fyrsta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum. Umhverfismat fyrir verksmiðjuna er þegar lokið og verksmiðjan er komin á deiliskipulag Grindarvíkurbæjar. Framleiðslugeta þessarar verksmiðju er 4 milljón lítrar og verður kominn með framleiðslu í enda næsta árs.
Verksmiðjan mun bera nafnið George Olah CO2 to Renewable Methanol Plant.