Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta morgunflug Icelandair til Bandaríkjanna
Fimmtudagur 24. maí 2007 kl. 13:41

Fyrsta morgunflug Icelandair til Bandaríkjanna

Boeing 757 flugvél Icelandair, Guðríður Þorbjarnardóttir, lagði upp í fyrsta morgunflug Icelandair, FI-613, til Bandaríkjanna klukkan 10:47. Uppselt var í þetta fyrsta morgunflug til New York en til þessa hefur jafnan verið flogið til Bandaríkjanna síðdegis. Félagið býður nú ferðir frá Evrópu til Íslands að morgni og þaðan strax áfram til Bandaríkjanna. Komið verður til Keflavíkur frá Bandaríkjunum um miðnætti og haldið áfram að næturlagi til Evrópu. Í sumar verður boðið upp á þessi morgunflug frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi til Íslands og frá Íslandi til New York og Boston.

Ekki er að efa að íslenskir ferðalangar munu fagna því að lenda í Bandaríkjunum um hádegi að staðartíma í stað lendingar síðdegis og ekki síður því að ná nætursvefni eftir flug frá Bandaríkjunum í stað þess að lenda í Keflavík klukkan sex að morgni. Samkvæmt áætlun félagins verður boðið upp á um 160 ferðir á viku hverri frá Íslandi í sumar sem er það langmesta í sögu félagins. Alls verða nærri 300 ferðir á viku í áætlunarflugi og reglubundnu leiguflugi allra flugrekenda á Keflavíkurflugvelli. Icelandair er þar umsvifamest með áætlunarflug til 24 staða í Evrópu og Ameríku.

 

Texti og myndir: www.kefairport.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024