Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið
Fimmtudagur 22. maí 2025 kl. 10:01

Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið

Fyrsta mastrið af 86 í Suðurnesjalínu 2 reis í gær og markar það tímamót í verkefninu. Greint er frá framkvæmdinni á vef Landsnets.

Þar segir: „Það voru félagar okkar hjá Elnos frá Bosníu og Hersegóvínu sem reistu mastrið, sem stendur nú stolt við Kúagerði – við hlið systur sinnar í Suðurnesjalínu 1 og blasir við frá Reykjanesbrautinni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Verkið gekk afar vel í morgun og veðrið lék við okkur, Elnos og línuna sjálfa. Um 50 möstur hafa nú þegar verið sett saman og á næstu dögum munu þau rísa hvert á fætur öðru.“

Ef allt gengur að óskum verður Suðurnesjalína 2 tekin í rekstur í nóvember 2025.

Ljósmyndir: Landsnet