Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta lokaverkefni hjá Keili
Föstudagur 8. júní 2012 kl. 12:24

Fyrsta lokaverkefni hjá Keili


Það var sannarlega stór dagur í starfi Keilis í dag. Þá var flutt fyrsta vörnin fyrir lokaverkefni í tæknifræði á vegum Keilis. Björg Árnadóttir kynnti lokaverkefni sitt fyrir áhugasömum hópi fólks og sat síðan fyrir svörum gagnrýnenda. Heiti verkefnisins er: „Áfhrif nýtingar hratvarma við upphitun jarðvegs og helstu rannsóknarferlar“.


Rannsóknir sínar vann Björg á lóð Keilis. Komið hefur verið fyrir rörum á mismunandi dýpi í jarðveginum. Í þau er síðan stýrt affallinu af heitu vatni skólans. Könnunin felst í því að kanna áhrif hita og raka á vöxt nokkurra plantna og trjáa. Athyglisverðar niðurstöður fengust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á næstu dögum munu útskriftarnemar Keilis flytja kynningar sínar af verkefnum sínum fyrir áhugasömum og dómnefnd. Í lok júní verða svo fyrstu tæknifræðingarnir frá Keili brautskráðir með full réttindi sem tæknifræðingar. Aðsókn fyrir næsta skólaár er mjög góð enda mikil þörf fyrir tæknimenntað fólk og góð laun í boði.

Á meðfylgjandi mynd er Björg Árnadóttir að flytja fyrstu kynningu tæknifræðinga hjá Keili.