Fyrsta húsið risið í Hópshverfi í Grindavík
Fyrsta húsið er nú risið í hinu nýja Hópshverfi í Grindavík. H.H. smíði byggir einbýlishús fyrir Harald Einarsson skipstjóra og var flaggað af því tilefni fyrir helgi.
Í baksýn má sjá hvar starfsmenn Grindarinnar h/f reisa fjölbýlishús sem verður fjórar hæðir með bílageymslum undir jarðhæð, húsið verður innréttað lúxusíbúðum. Mjög miklar framkvæmdir eru í gangi á vegum Grindavíkurbæjar, fjölmargir verktakar eru að störfum; Heimir og Þorgeir h/f eru að ljúka framkvæmdum á Víkurbraut við nýtt hringtorg og gjörbreytir innkomu í bæinn, einnig eru þeir með allar framkvæmdir við gatnagerð í Hópshverfinu. G.G. verktakar eru að hefja framkvæmdir við dvalarheimilið Víðigerði þar sem Búmenn reisa íbúðir fyrir aldraða. Byrjað er að reisa hinn nýja leikskóla í Lautarhverfi og miklar framkvæmdir eru í Grindavíkurhöfn. Einnig má nefna framkvæmdir við Suðurstrandaveg þar sem Háfell leggur nýjan vegarkafla yfir Siglubergsháls, segir á vef Grindavíkurbæjar.
Í baksýn má sjá hvar starfsmenn Grindarinnar h/f reisa fjölbýlishús sem verður fjórar hæðir með bílageymslum undir jarðhæð, húsið verður innréttað lúxusíbúðum. Mjög miklar framkvæmdir eru í gangi á vegum Grindavíkurbæjar, fjölmargir verktakar eru að störfum; Heimir og Þorgeir h/f eru að ljúka framkvæmdum á Víkurbraut við nýtt hringtorg og gjörbreytir innkomu í bæinn, einnig eru þeir með allar framkvæmdir við gatnagerð í Hópshverfinu. G.G. verktakar eru að hefja framkvæmdir við dvalarheimilið Víðigerði þar sem Búmenn reisa íbúðir fyrir aldraða. Byrjað er að reisa hinn nýja leikskóla í Lautarhverfi og miklar framkvæmdir eru í Grindavíkurhöfn. Einnig má nefna framkvæmdir við Suðurstrandaveg þar sem Háfell leggur nýjan vegarkafla yfir Siglubergsháls, segir á vef Grindavíkurbæjar.