Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta flug WOW air til Cincinnati
Föstudagur 11. maí 2018 kl. 09:15

Fyrsta flug WOW air til Cincinnati

Fyrsta flug WOW air til Cincinnati var í gærkvöldi en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingum býðst beint flug til borgarinnar. Flogið verður þangað fimm sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum í Airbus A321 vél flugfélagsins. Flugtíminn er tæpar sjö klukkustundir en lent er í Cincinnati rétt fyrir miðnætti að staðartíma.
„Við erum afar ánægð með að fá WOW air til CVG flugvallar. Koma flugfélagsins gerir fólki hvaðanæva úr ríkinu kleift að ferðast á vit ævintýra í Evrópu og Asíu,“ segir Candace McGraw framkvæmdastjóri Cincinnati/Northern Kentucky flugvallar.

Cincinnati tilheyrir Ohio ríki og er þekkt fyrir arkitektúr og fjölbreytta menningu. Þar er af nógu að taka en hæst ber að nefna Findley markaðinn þar sem hægt er að versla matvörur og listmuni. Þá má einnig mæla með gönguferð um „Over the Rhine“ hverfið sem er í mikilli uppbyggingu og minnir um margt á New Orleans eða Charleston hvað arkitektúr varðar. Þar má finna verslanir og kaffihús í miklu magni. Loks er dýragarður Cincinnati einnig mikil upplifun fyrir yngstu kynslóðina.
Cincinnati er ellefti áfangastaður WOW air í Bandaríkjunum en þeir verða samtals 13 í lok maí. Stutt er síðan áfangastaðirnir Detroit og Cleveland bættust við ört stækkandi leiðarkerfi WOW air.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024