Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Fyrsta flug Icelandair til Philadelphia
  • Fyrsta flug Icelandair til Philadelphia
Miðvikudagur 31. maí 2017 kl. 15:47

Fyrsta flug Icelandair til Philadelphia

Icelandair hóf í gær beint áætlunarflug til og frá Philadelphia í Bandaríkjunum. Við hátíðlega athöfn við brottför fyrsta flugsins frá alþjóðaflugvellinum í borginni fluttu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Jim Kenney, borgarstjóri Philadelphia  og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóra Icelandair ávörp. Dagur heimsótti Philadelphia í boði starfsbróður síns í tilefni af hinni nýju tengingu milli borganna og Jim Kenney  flýgur til Íslands með fyrsta fluginu og dvelur í Reykjavík í boði borgarstjórnar næstu daga.
 
Philadelphia er ein af þekktustu borgum Bandaríkjanna, en hún tilheyrir Pennsylvaniufylki og er mitt á milli New York og Washington. Phildadelphia er einn af helstu sögustöðum Bandaríkjanna er bæði sjálfstæðisyfirlýsingin (1776) og stjórnarskráin (1787) voru staðfest og undirrituð þar. Borgin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum en íbúafjöldi hennar og næsta nágrennis er um 7,2 milljónir. Flogið verður fjórum sinnum í viku, en alþjóðaflugvöllinn í borginni er meðal umferðarmestu flugvalla Norður-Ameríku.
 
Icelandair flýgur á þessu ári til 18 áfangastaða í Norður-Ameríku og 26 í Evrópu.
 
Á myndunum sést þegar tekið er á móti Vatnajökli, vél Icelandair, með vatnsboga í Philadelphia, þá Birkir og borgarstjórarnir Dagur og Kenney að skera viðhafnartertu á fréttamannafundi á flugvellinum í gær og Birkir að svara spurningum fréttamanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024