Fyrsta blað ársins frá Víkurfréttum
Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag. Þetta er fyrsta blað ársins 2022 frá Víkurfréttum. Í blaði vikunnar eru annálar nýliðins árs, þ.e. fréttamyndaannáll og íþróttaannáll.
Í blaðinu segir Kristín Júlla Kristjánsdóttir okkur frá því sem hún hefur verið að fást við síðustu misseri en hún kom að gerð sjónvarpsþáttanna Verbúðarinnar og Svörtu sanda. Allt um það í blaðinu.
Blaðinu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum fyrir hádegi á miðvikudag. Rafræna útgáfu má sjá hér að neðan.