Fyrsta barn ársins á Suðurnesjum stúlka
Fyrsta barn ársins leit dagsins ljós á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þann 2. janúar. Barnið er stúlka og fæddist hún sjö mínútur yfir tólf á hádegi. Foreldrar stúlkunnar eru Ninna Jóhannesdóttir og Pornanan Jampaijit og býr fjölskyldan í Vogum á Vatnsleysuströnd. Stúlkan var 3580 grömm að þyngd og 51 sentimetri. Hún lét aðeins bíða eftir sér því móðirin var sett þann 31. desember.
„Fæðingin gekk bara vel," segir Ninna og bætir við. „Okkur hefur bara liðið vel eftir að við komum heim. Hún hefur heldur betur látið vita af sér," segir Ninna brosandi.