Fyrsta banaslysið í nær fimm mánuði
Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði lauk á sunnudagskvöld þriðja lengsta tímabili án banaslysa frá því hægri umferð var tekinn upp árið 1968. Það ár liðu 173 dagar - frá 10. apríl og 30. september - á milli banaslysa.Síðasta banaslys ársins 1996 varð 20. október. Næsta banaslys þar á eftir varð ekki fyrr en 31. mars árið eftir. Á milli voru 162 dagar. Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, segist vonsvikinn að löngu tímabili án banaslysa sé lokið: ,,En við lítum fram á veginn og vonum að við séum ekki að fá á okkur hrinu eins og stundum gerist. Ég heiti á alla ökumenn og vegfarendur að leggja sitt af mörkum."
Þrettán ára drengur lét lífið í hörðum árekstri vestan Vogaafleggjara á Reykjanesbraut á sunnudagskvöld. Slysið er fyrsta banaslysið hérlendis síðan 13. október í fyrra. Síðan eru liðnir 147 dagar.
Fólksbíll sem drengurinn var farþegi í skall framan á leigubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Drengurinn var látinn við komu á sjúkrahús. Nítján ára ökumaður fólksbílsins er alvarlega slasaður en leigubílstjórinn slapp án mikilla meiðsla.
Talið er að ökumaður fólksbílsins hafi misst bílinn yfir á rangan vegarhelming.
Vísir.is greinir frá í morgun.
Þrettán ára drengur lét lífið í hörðum árekstri vestan Vogaafleggjara á Reykjanesbraut á sunnudagskvöld. Slysið er fyrsta banaslysið hérlendis síðan 13. október í fyrra. Síðan eru liðnir 147 dagar.
Fólksbíll sem drengurinn var farþegi í skall framan á leigubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Drengurinn var látinn við komu á sjúkrahús. Nítján ára ökumaður fólksbílsins er alvarlega slasaður en leigubílstjórinn slapp án mikilla meiðsla.
Talið er að ökumaður fólksbílsins hafi misst bílinn yfir á rangan vegarhelming.
Vísir.is greinir frá í morgun.