Fyrrum nemendur FS fá styrk til háskólanáms
Tveir fyrrum nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja hlutu námsstyrk við setningu Háskólans í Reykjavík, en sextán styrkjum var úthlutað. Elísabet Lovísa Björnsdóttir hlaut 400.000 kr. námsstyrk auk niðurfellingu skólagjalda. Kolbrún Fanngeirsdóttir hlaut niðurfellingu skólagjalda.
Þetta er í fyrsta sinn sem HR úthlutar námsstyrkjum en á vef skólans kemur fram að markmiðið með styrkjunum er að veita þeim viðurkenningu sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi og félagsstörfum.
Þetta er í fyrsta sinn sem HR úthlutar námsstyrkjum en á vef skólans kemur fram að markmiðið með styrkjunum er að veita þeim viðurkenningu sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi og félagsstörfum.