Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrrum nemar við FS með námskynningu
Föstudagur 11. mars 2005 kl. 10:11

Fyrrum nemar við FS með námskynningu

Fyrrverandi nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja munu kynna nám sitt, sem þau eru að stunda eða hafa verið í, fyrir FS-ingum á sal skólans í dag. Hófst kynningin kl. 10:00 og stendur til hádegis. Kynnt verður nám við Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Viðskiptaháskólann á Bifröst, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Útskriftarnemendur við FS eru sérstaklega hvattir til þess að sækja kynninguna auk þeirra sem úskrifuðust í desember.

Eftirfarandi nám verður kynnt:
Stjórnmálafræði, landafræði, hagfræði, fornleifafræði, listir, félagsráðgjöf, japanska, verkfræði, þjóðfræði, mannfræði, meinatækni, auglýsingafræði, almannatengsl, geislafræði, rekstrarfræði, hjúkrun, íslenska, fjölmiðlafræði, tæknifræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði, lögfræði, kennaranám, jarðfræði og uppeldis- og menntunarfræði.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024