Fyrningaleiðin: Segja fjórðung aflaheimilda Grindvíkinga hverfa á fimm árum
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Grindavík segja að með fyrningarleiðinni svokölluðu muni 25% af aflaheimildum Grindvíkinga hverfa á fyrstu fimm árunum. Fyrningarleiðin muni vega að rótum sjávarútvegsins í Grindavík, auka óstöðugleika og koma í veg fyrir afkomumöguleika þeirra. Störfum muni fækka í sjávarútvegi og þjónustu og hafa alvarleg áhrif á allt atvinnulíf í Grindavík.
Grindavík er ein stærsta útgerðarstöð landsins en þar eru skráð hátt í 80 skip. Þar hafa tvö af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins verið rekin í áraraðir. Þorbjörn hf gerir út 9 skip og hefur yfir að ráða 5,14% af heildaraflamarki. Vísir hf gerir út 5 skip og er með 4,23% af heildaraflamarki. Samanlagt aflamark þessara tveggja fyrirtækja í þorskígildistonnum er um 28 þúsund tonn.
Málið kom til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram tillögu að yfirlýsingu bæjarstjórnar í tilefni af erindi frá útgerðarmönnum í Grindavík. Útgerðarmenn um allt land hafa skiljanlega tekið afar illa í hugmundir Samfylkingar og VG um fyrningarleiðina.
Tillöguna og bókanir af fundinum má sjá hér: