Fyrirvari á eldgosi einungis nokkrar klukkustundir
Verulegar líkur eru á hraungosi á Reykjanesskaga í framtíðinni og má í raun búast við því hvenær sem er. Því er mikilvægt að meta áhættu á svæðinu og hvernig bregðast skuli við henni.
Þetta kom fram í erindi Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings á jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem fjallaði um jarðvá á Reykjanesi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór um helgina.
Fjallað er um málið í Víkurfréttum sem koma út í dag en rafræn útgáfa blaðsins er komin hér.