Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirtæki með starfsemi í Grindavík fá aðstoð við að finna húsnæði
Frá Grindavík. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson
Þriðjudagur 21. nóvember 2023 kl. 19:12

Fyrirtæki með starfsemi í Grindavík fá aðstoð við að finna húsnæði

Atvinnurekendur og forsvarsfólk fyrirtækja með starfsemi í Grindavík geta óskað eftir aðstoð á island.is/grindavik við að finna húsnæði fyrir starfsemi sína. Í sérstakri þjónustugátt er hægt að skrá helstu upplýsingar, svo sem tegund starfsemi, lágmarksþörf í fermetrum talið og fjölda starfsfólks hjá fyrirtækinu sem þarf starfsaðstöðu í húsnæðinu.

Forsvarsfólk fyrirtækja sem vantar starfsaðstöðu er hvatt til að skrá fyrirtæki sín í þjónustugáttina og verður eftir fremsta megni reynt að finna laust húsnæði eða aðstöðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjónustugáttin island.is/grindavik  er hluti af starfsemi þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga sem rekin er í Tollhúsinu við Tryggvagötu.