Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 20. apríl 2001 kl. 10:48

Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu lýsir áhuga á lóð í Vogunum

Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst áhuga á því að flytja fyrirtæki sitt í Vogana. Fyrirtækið þarf 20.000 fm lóð og hefur 25-30 starfsmenn i vinnu.
Uppi er hugmynd um að nota svæði austan megin við Vogaafleggjarann. S.l. þriðjudag fundaði hreppsnefnd um málið. Þóra Bragadóttir oddviti hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps sagði að enn væri verið að vinna í skipulagsmálum á þessu svæði og viðræður við landeigendur stæðu nú yfir.
„VIð samþykktum á fundinum að koma þessu máli til skipulagsnefndar og fá breytingar á aðalskipulagi. Málið ætti að skýrast mjög fljótlega en breytingar á aðalskipulagi taka um fjórar vikur. Þetta er stöndugt fyrirtæki en ég vil ekki segja til hvaða fyrirtæki um ræðir eða hvernig starfsemi fer þar fram að svo stöddu“, segir Þóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024