Fyrirsætur á Hafnargötunni
Þeir sem voru staddir í miðbæ Reykjanesbæjar í gær hafa eflaust rekið upp stór augu þegar fjöldinn allur af glæsilegu kvenfólki rölti á Hafnargötunni. Þarna voru erlend módel og súpermódel sem tóku þátt í tískusýningu á vegum Mosaic Fashions, tískuverslanakeðju í eigu Baugs Group og KB Banka, sem fór fram í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld.
Stúlkurnar stöldruðu við í Reykjanesbæ og fengu sér meðal annars að borða og litu í nokkra búðarglugga áður en þær fóru upp á Keflavíkurflugvöll.
Myndin: Töluvert af förðunar og hárgreiðslufólki kom til landsins vegna tískusýningarinnar en þau höfðu tíma til þess að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Víkurfrétta VF-mynd: Atli Már