Fyrirmyndarökumenn á ATP hátíðinni
Lögreglan með eftirlit á svæðinu.
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tugi bifreiða í nótt á Ásbrú, þar sem ATP – tónlistarhátíðin fer nú fram. Um var að ræða eftirlit með ölvunarakstri og ökuréttindum. Reyndist hver einasti ökumaður með allt sitt á hreinu. Hátíðina sóttu í gærkvöldi um þrjú þúsund gestir og lét fólk vel af veru sinni þar.