Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirmyndarakstur við skóla
Laugardagur 29. september 2012 kl. 07:42

Fyrirmyndarakstur við skóla

Lögreglan á Suðurnesjum hélt uppi eftirliti með umferð við grunnskóla og leikskóla í umdæminu í vikunni. Við suma skólanna var mikil umferð, en aksturinn var undantekningalaust til fyrirmyndar.

Þó var rætt við einn ökumann sem hleypti barni sínu út um bílhurð er snéri að götunni og þar með umferðinni. Hann lofaði að gera slíkt ekki aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024