Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirlestur um ræktun í upphituðum jarðvegi
Fimmtudagur 23. febrúar 2012 kl. 12:00

Fyrirlestur um ræktun í upphituðum jarðvegi

Robert Dell, aðjúnkt í vélaverkfræði við Cooper Union háskólann í Bandaríkjunum flytur fyrirlestur í Keili á morgun, föstudaginn 24. febrúar, um ræktun í upphituðum jarðvegi sem nefnist "Heated Gardens: Iceland and New York City". Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram í Salnum kl. 14:00 - 15:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýverið birtist grein í tímariti Tækniseturs Oregon í jarðhitarannsóknum "Geo-Heat Center Quarterly" þar sem fjallað er um rannsóknir á Íslandi sem tengjast nýtingu jarðhita í landbúnaði. Björg Árnadóttir, nemandi á lokaári í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili, vinnur BS verkefni sitt í samstarfi við Robert Dell um nýtingu á affalli húsa til upphitunar jarðvegs. Settir hafa verið upp tilraunareitir á lóð Keilis, en með reglulegum mælingum á hita og rakastigi í reitunum, ásamt því að fylgjast vel með vexti gróðursins, er ætlunin að finna út hvaða hitastig og jarðvegsdýpt hentar gróðri best, auk þess að sjá hvaða áhrif hitinn hefur á vaxtarhraða og vaxtartímabil.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið hér.