Fyrirlestraröð um þjóðfélagsmál
Í vetur munu Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum bjóða upp svonefndan þjóðmálaskóla þar farið verður í saumana á ýmsum þjóðfélagsmálum. Boðið verður upp á röð fyrirlestra og verður sá fyrsti, fimmtudaginn 27. september þar sem neytendamál verða í brennidepli.
Fengnir verða þjóðkunnir einstaklingar á ýmsum sviðum til að flytja fyrirlestra og í kvöld er það Jón Magnússon hrl og alþingismaður sem fjallar um stöðu á matvörumarkaði á Íslandi. Þeirri spurningu verður velt upp hvort eðlileg samkeppni sé á matvælamarkaðnum og þá verður fjallað um lánastofnanir á Íslandi og spurt hvort Íslendingar búi við eðlileg lánakjör. Boðið er upp á kaffiveitingar í hléi og líflegar umræður. Fyrirlestrarnir fara fram Í sal VFSK á Víkinni að Hafnargötu 80 og hefjast klukkan 20.
Fengnir verða þjóðkunnir einstaklingar á ýmsum sviðum til að flytja fyrirlestra og í kvöld er það Jón Magnússon hrl og alþingismaður sem fjallar um stöðu á matvörumarkaði á Íslandi. Þeirri spurningu verður velt upp hvort eðlileg samkeppni sé á matvælamarkaðnum og þá verður fjallað um lánastofnanir á Íslandi og spurt hvort Íslendingar búi við eðlileg lánakjör. Boðið er upp á kaffiveitingar í hléi og líflegar umræður. Fyrirlestrarnir fara fram Í sal VFSK á Víkinni að Hafnargötu 80 og hefjast klukkan 20.