Fyrirkomulag á HSS ef kemur til verkfalls lækna
Vegna boðaðs verkfalls lækna þann 27. og 28. október nk. verður vinnufyrirkomulag lækna á heilsugæslu og slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eftirfarandi, ef til verkfalls kemur:
Tveir læknar verða með móttöku á heilsugæslunni í Reykjanesbæ á dagvinnutíma á milli kl. 8 til 16.
Einn læknir verður á slysa- og bráðamóttökunni á dagvinnutíma kl. 8 til 16, en þar verður eingöngu sinnt slysum og bráðatilvikum.
Allir þeir sem ætla að leita á bráðmóttöku HSS og hitta lækni á hvaða tíma sem er sólarhringsins verða að hafa samband áður við 112 til að meta hvort tilefni sé til frekari skoðunar.
Vakt milli kl. 16 og 08 verður mönnuð af tveimur læknum. Ekki verður opin móttaka milli kl. 16 og 20, heldur einungis sinnt neyðartilfellum í gegnum 112 á þeim tíma.