Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrirhugaðar breytingar á Keflavíkurflugvelli: Starfsfólki verða boðin störf hjá nýju félagi
Mánudagur 8. október 2007 kl. 09:50

Fyrirhugaðar breytingar á Keflavíkurflugvelli: Starfsfólki verða boðin störf hjá nýju félagi

Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir ekkert benda til þess að uppsagnnir verði á Keflavíkurflugvelli vegna fyrirhugaðra breytinga þar. Eins og fram hefur komið í Víkurfréttum er fyrirhugað að sameina undir einn hatt rekstur Flugmálastjórnar, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og verður frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi nú á haustþinginu.

Málið kom til tals á fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir síðustu helgi. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, fluttu þar framsögu og sátu fyrir svörum. Róbert sagði að sá valkostur sem unnið væri út frá núna fælist í því að FLE og Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar yrði sameinað í eitt opinbert hlutafélagfélag og myndi samgönuráðuneyti fara með hlutabréf ríkisins. Starfsfólki FLE og Flugmálastjórar yrðu boðin störf hjá hinu nýja félagi og gert er ráð fyrir að flugumferðarstjórnin flytjist yfir til Flugstoða.
Róbert var inntur eftir því sérstaklega hvort einhverjar uppsagnir væru fyrirhugaðar við þessar breytingar og kvaðst hann ekki hafa heyrt neitt í þá veru.

Framsöguræðu Róberts Marshall er hægt að sjá í VefTv Víkurfrétta hér á vefnum.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024