Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirhugað að stækka svínabúið á Vatnsleysuströnd
Föstudagur 30. ágúst 2002 kl. 09:06

Fyrirhugað að stækka svínabúið á Vatnsleysuströnd

Nú er unnið að tillögu að deiliskipulagi á Vatnsleysuströnd sem meðal annars tekur á stækkun svínabúsins að Minni Vatnsleysu. Það er verkfræðistofan Línuhönnun sem unnið hefur uppdrætti og greinargerð sem lögð voru fyrir byggingarnefnd í Vogum á dögunum. Í dag rúmar svínabúið að Minni Vatnsleysu um 10.000 svín en gert er ráð fyrir stækkun búsins.Kynning á tillögunni átti að fara fram í byggingarnefnd á dögunum en með tölvupósti til nefndarinnar er óskað eftir því að erindið verði ekki tekið til umfjöllunar að sinni. Orðið er við því, segir í fundargerð byggingarnefndar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024