Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fylgdu vísindafólki að gosinu
Laugardagur 20. mars 2021 kl. 10:22

Fylgdu vísindafólki að gosinu

Um klukkan eitt í nótt kom hópur frá Björgunarsveitinni Þorbirni ásamt vísindamönnum frá Veðurstofu Íslands gangandi að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli. Tilgangur ferðarinnar var að gera ítarlegar gasmælingar við gosstöðvarnar svo hægt væri að rannsaka með besta móti hvernig eldgos þetta væri og hvaða mögulegu hættur það hefur í för með sér.

Í morgun var svo farin önnur ferð að gosstöðvunum ásamt vísindamönnum til þess að gera enn frekari rannsóknir og lauk þeirri ferð nú um miðjan dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í svona leiðangrum er notast við gríðarlega öfluga gasmæla ásamt gasgrímum og loftþéttum hlífðargleraugum svo sem minnst hætta sé á ferðum fyrir okkar fólk. Sérþekking björgunarsveitarfólks kemur sér afar vel við þessar aðstæður þar sem bæði þekking á heimahögum skiptir lykilatriði sem og öflugur tækjakostur.

Að gefnu tilefni viljum við biðja fólk um að leggja ekki í gönguferðir upp að gosstöðvunum. Þangað er bæði langt að fara og mikil hætta á gasmengun,“ segir í færslu sem Björgunarsveitin Þorbjörn birtir á Fésbókinni nú síðdegis.