Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Furða sig á kynjaskiptingu í nefnd um stöðu kynja
Þriðjudagur 10. nóvember 2009 kl. 14:53

Furða sig á kynjaskiptingu í nefnd um stöðu kynja


Bæjarráð Voga furðar sig á því að Samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra hafi ekki gætt að jöfnum hlut karla og kvenna í starfshópi hans um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum. Í nefndinni sitja nefnilega sjö konur og tveir karlar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum leggur meðal annars til að ráðuneytið skipuleggi hvatningarátak, boði til samráðs við stjórnmálaflokka um fjölgun kvenna og að framboðslisti verði aðeins heimilaður að hlutfall kynja sé jafnt.

Bæjarráð Voga tekur undir mikilvægi þess að stjórnmálahreyfingar gæti að jöfnum hlut kynja á listum. Í sveitarstjórnarkosningum 2006 huguðu bæði framboðin í Sveitarfélaginu Vogum að jafnræði kynja. Í bæjarstjórn sitja fjórir karlar og þrjár konur, segir í fundargerð bæjarráðs um málið sem kom til umræðu á fundi hennar í fyrradag.