Furða sig á kostnaði við rekstur félagsþjónustu
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga furðar sig á að áætlun um kostnað við rekstur Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2011 hafi fyrst verið lögð fram á fundi fjölskyldu- og velferðarnefndar í ágúst, 2011 og ekki kynnt fyrir bæjarstjórn sveitarfélagsins áður.
Í áætluninni eru íbúar Sveitarfélagsins Voga taldir vera 1.206. Allt árið 2010 og það sem af er ári 2011 hefur fjöldi íbúa verið nær 1.100 en ekki 1.200.
Farið er fram á að skipting kostnaðar verði leiðrétt í samræmi við íbúafjölda og að áætlanir verði framvegis kynntar bæjarstjórn áður en þær eru lagar fram í nefnd.