Fundur um varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna í dag
Klukkan níu hefst fundur í utanríkisráðuneytinu um framkvæmd tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, en fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af bréfskriftum George W. Bush forseta Bandaríkjanna og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Á fundinum munu fulltrúar ríkjanna gera grein fyrir afstöðu ríkisstjórna sinna og er gert ráð fyrir að fundinum ljúki um hádegið.