Fundur um framtíð Keflavíkurflugvallar ekki ákveðinn
Enn er ekki búið að ákveða hvenær viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli munu fara fram. Á fundi Davíðs Oddssonar og Colins Powell, þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í nóvember var ákveðið að viðræður embættismanna myndu hefjast í janúar á grundvelli þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum.Á fundi embættismanna mun meðal annars vera rætt um hvernig íslensk stjórnvöld koma að rekstrarþætti Keflavíkurflugvallar vegna aukins umfangs borgaralegrar starfsemi á flugvellinum. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.






