Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundur með forsætisráðherra hugsanlega fluttur í stærra húsnæði
Sunnudagur 19. mars 2006 kl. 21:21

Fundur með forsætisráðherra hugsanlega fluttur í stærra húsnæði

Nú er verið að skoða nýjan fundarstað fyrir opinn fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra í Reykjanesbæ á morgun. Framsóknarfélagið í Reykjanesbæ bauð Halldóri til fundarins sl. föstudag. Að sögn Eysteins Jónssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjanesbæ, er nú verið að kanna það að koma fundinum í rúmbetra hús, enda búist við fjölmenni og talið að núverandi húsnæði, sem tekur 200 manns, dugi ekki. Er fólk beðið um að fylgjast með fréttum á morgun um fundarstaðinn. Þá segir Eysteinn það rangt hjá Viktori B. Kjartanssyni að forsætisráðherra hafi boðað til fundarins. Það sé framsóknarfélagið sem hafi boðið ráðherranum að koma og hann tekið boðinu.

Fréttir af fyrirhuguðum fundi með ráðherranum hafa hleypt miklum pólitískum hita í andstæðar fylkingar í Reykjanesbæ. Sjálfstræðismenn hafa gagnrýnt að fundinn skuli halda á kosningaskrifstofu A-listans, lista Samfylkingar, Framsóknar og óðháðra.

Utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðismanna hélt fund um varnarmálin og brottför Varnarliðsins á laugardag í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins.

Mynd: Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, á göngu um Hafnargötuna í Keflavík í kvöld ásamt aðstoðarmönnum sínum, eftir fund með bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ og Sandgerði.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024