Fundu veðurdufl vestsuðvestur af Reykjanesi
Áhöfn varðskipsins Óðins fann á dögunum veðurdufl 99 sjómílur (183 km) vestsuðvestur af Reykjanesi. Veðurduflið er í eigu bandarísku Hafrannsóknastofnunarinnar (NOAA).
Duflinu var lagt út í júlí 2004 155 sjómílur (287 km) austur af Hvarfi á Grænlandi en þar er um eða yfir 3000 metra dýpi. Fyrstu sendingar frá duflinu bárust um Argos gervitungl 24. júlí 2004. Legufæri duflsins slitnaði í óveðri 8. desember 2004 og hefur það verið á reki allt þar til Óðinn fann það sl. sunnudag. Með duflinu fylgdu 1500 metrar af legufærum, restin hafði slitnað frá. Vegalengdin frá þeim stað er duflið slitnaði frá legufærum og að þeim stað er Óðinn tók það um borð er 419 sjómílur (775 km).
Á svipuðum tíma og veðurduflið slitnaði frá legufærunum, slitnuðu tvö önnur dufl bandarísku Hafrannsóknastofnunarinnar frá legufærum undan austurströnd Bandaríkjanna en skip bandarísku strandgæslunnar náðu þeim um borð áður en þau rak á land. Hvert dufl er metið á um 250.000
bandaríkjadali.
Veðurduflin eru í raun fljótandi veðurstöðvar og mæla þau vindstefnu, vindhraða, loftþrýsting, lofthita, sjávarhita, hafstrauma og ölduhæð.
Að sögn Halldórs Nellett skipherra á varðskipinu Óðni var duflið sem Óðinn fann fyrst og fremst sett út til að kanna hvernig slíkum duflum reiðir af í slæmu veðri. Staðurinn þar sem það var sett út er algjört veðravíti yfir vetrartímann að hans sögn. Þar getur verið mikil ísing
og ölduhæð og jafnvel ísrek.
Meðfylgjandi mynd tók Árni Ólason smyrjari á Óðni er verið var að hífa duflið um borð í varðskipið.
Duflinu var lagt út í júlí 2004 155 sjómílur (287 km) austur af Hvarfi á Grænlandi en þar er um eða yfir 3000 metra dýpi. Fyrstu sendingar frá duflinu bárust um Argos gervitungl 24. júlí 2004. Legufæri duflsins slitnaði í óveðri 8. desember 2004 og hefur það verið á reki allt þar til Óðinn fann það sl. sunnudag. Með duflinu fylgdu 1500 metrar af legufærum, restin hafði slitnað frá. Vegalengdin frá þeim stað er duflið slitnaði frá legufærum og að þeim stað er Óðinn tók það um borð er 419 sjómílur (775 km).
Á svipuðum tíma og veðurduflið slitnaði frá legufærunum, slitnuðu tvö önnur dufl bandarísku Hafrannsóknastofnunarinnar frá legufærum undan austurströnd Bandaríkjanna en skip bandarísku strandgæslunnar náðu þeim um borð áður en þau rak á land. Hvert dufl er metið á um 250.000
bandaríkjadali.
Veðurduflin eru í raun fljótandi veðurstöðvar og mæla þau vindstefnu, vindhraða, loftþrýsting, lofthita, sjávarhita, hafstrauma og ölduhæð.
Að sögn Halldórs Nellett skipherra á varðskipinu Óðni var duflið sem Óðinn fann fyrst og fremst sett út til að kanna hvernig slíkum duflum reiðir af í slæmu veðri. Staðurinn þar sem það var sett út er algjört veðravíti yfir vetrartímann að hans sögn. Þar getur verið mikil ísing
og ölduhæð og jafnvel ísrek.
Meðfylgjandi mynd tók Árni Ólason smyrjari á Óðni er verið var að hífa duflið um borð í varðskipið.