Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundu torkennilegan hlut í Helguvík
Laugardagur 19. ágúst 2006 kl. 14:13

Fundu torkennilegan hlut í Helguvík

Torkennilegur hlutur, sem í fyrstu var talið að gæti verið tundurdufl, fannst í gær á athafnasvæði Hringrásar í Helguvík. Starfsmenn þar gerðu lögreglu viðvart og kallaði hún til sprengusérfræðing frá Landhelgisgæslunni.

Hluturinn torkennilegi er kúlulaga og innheldur mikið af rafmagnsvírum og hlutum sem líta út fyrir að vera skynjarar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, var hluturinn torkennilegi ekki tundurdufl. Líklega er um einhverskonar rannsóknardufl að ræða, en hvers eðlis það er vita menn ekki ennþá. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar eru að rannsaka duflið, sem mun vera norskt að uppruna.
Að sögn sprengjusérfræðings sem VF ræddi við í morgun, brugðust starfsmenn Hringrásar hárétt við. Betra sé að fara gætilega þegar menn standa frammi fyrir ókunnugum hlutum af þessu tagi.
Duflið dularfulla mun hafa komið með brotajárni úr Grindavík.


Mynd: Duflið dularfulla í Helguvík í gær. VF-mynd: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024